NIÐURSTÖÐUR
Eftir að við spurðum fjóra atvinnumenn og einn landsliðsþjálfara hvað þarf til þess að verða atvinnumaður í fótbolta voru flestir eða allir sammála með eftirfarandi þætti:
-
Vera duglegri en aðrir og æfa vel.
-
Borða rétt.
-
Hugafarið þarf að vera í lagi.
-
Hafa gaman af þessu.
-
Hafa óbilandi trú á sér.
-
Vera þolinmóð/ur
Það skiptir miklu máli að æfa vel og vera duglegri og vinnusamari en allir aðrir. En það er ekki gott ef leikmaður fer að æfa of mikið og byrjar að gera æfingar sem skipta ekki máli. Frekar að æfa vel og vanda sig við hverja æfingu, það að vera þolinmóð/ur er það sem skilar mestum árangri. Það skiptir líka miklu máli að borða rétt í réttu magni á réttum tímum. Það þarf samt ekki að ofgera maður verður líka að lifa. Það skiptir einnig miklu máli að hafa gaman að þessu, þótt að þetta sé vinna þá er þetta leikur í lok dags. Að vera með hausinn lagi og hafa óbilandi trú á sjálfum sér er það sem skiptir mestu máli. Það kemur allt ef hugafarið er í lagi. Ef maður er þolinmóð/ur og viljug/ur til að fórna þá getur maður orðið atvinnumaður í fótbolta.