GUNNAR HEIÐAR Þorvaldsson
Við fengum Gunnar Heiðar Þorvaldsson í skólann og tókum viðtal við hann í andyrinu og spurðum hann útí hvað honum finnst að sé mikilvægt fyrir leikmenn sem dreyma um atvinnumennsku í fótbolta og hans feril sem atvinnumaður.
Gunnar Heiðar segist hafa byrjað seint í fótbolta, pabbi hans var alltaf í fótbolta í gamladaga, hann var ekkert eitthvað að neyða hann í fótbolta eða eitthvað svoleiðis en hann heldur að hann hafi byrjað 7 ára. Þá fór hann á fótboltaæfingu með vini sínum sem var þá að æfa. Svo bara eftir það vildi hann ekkert meira en bara fótbolta. "Þegar maður er í þessu og er keppnismaður þá vill maður reyna að komast eins og langt og hátt og hægt er", segir Gunnar.
Hann var fyrst í Þór í Vestmannaeyjum í gamladaga þegar það var Þór og Týr og í sumum árgangum fyrir ofan hann voru ekkert það margir að æfa þannig hann fékk aðeins að spila upp fyrir sig og það gerði honum gott. Hann var alltaf að keppa við betri leikmenn, stærri og sterkari þannig þetta herti hann og gerði hann að betri leikmanni. "Svo var það stóra breikið mitt svona ef maður lítur til baka", segir Gunnar og segir okkur frá því þegar hann fékk að spila æfingaleik með meistaraflokki ÍBV þegar hann var 16 ára og fékk að spila á Þórsvellinum. "Ég vissi varla hvað rangstæða var á þessum tíma", segir hann. Hann man að hann hafi skorað eitt mark og var voðalega ánægður með það en þá var línuvörðurinn búinn að flagga rangstæðu þá hafði hann verið alveg 20 metrum fyrir innan. Hann man svolítið eftir því. Svo hélt hann bara áfram og hann fékk fleiri tækifæri og hann nýtti þau og byrjaði svo í meistaraflokki þegar hann var 18 ára. "það var bara upphafið. Aldrei að vera saddur, aldrei að hætta.", segir hann.
Hann var 22 ára þegar hann varð atvinnumaður. En hann hefði getað farið 16 ára þá fór hann til Tottenham og þegar hann var 18 ára fór hann á æfingar hjá Heereven í Hollandi og Mouscron í Belgíu. Þegar hann var 19 ára vildi Stoke City fá hann en honum leyst frekar á að vera ennþá á Íslandi og klára menntunina því hann vissi að fótboltinn er ekki eilífur og hann vildi hafa eitthvað ef hann myndi hætta eða vera úti þá gæti hann farið í háskóla eða gert eitthvað meira. "Til að svara þessu svona já og nei þú veist ég veit það ekki, mér langaði það alltaf auðvitað og maður stendur við það, engin spurning.", segir hann.
Við spurðum Gunnar hvað honum finnst hafa gert hann góðann í fótbolta. Hann segir að það sé náttúrulega bara áhuginn fyrir þessu og mikið af æfingum og mikið af aukaæfingum. Í gamla daga var mikið spilaður fótbolti úti þá var fundið 2 steina og einhver grasvöllur og þá var bara byrjað, það er ekki jafn mikið um það í dag nema bara gervó. Honum finnst að áhuginn og aukaæfingarnar hafa gert hann góðann í fótbolta. Líkaminn þarf líka að vera í standi þannig að þetta er svona samblanda af öllu. Hann lifði bara eins og hann vildi vera, hann svaf rétt og borðaði rétt og allt þetta.
Er matarræðið svona mikilvægt eins og allir segja? "Já, gríðalega það munar alveg rosalega", svarar hann. Ekki bara rétt fyrir leik heldur lærði hann þegar hann kom út að það sem maður borðar tveim dögum fyrir leik það hefur áhrif á þig í leiknum eftir tvo daga. Maður á náttúrulega alltaf að borða vel og hollt og svoleiðis, en tveim fyrir leik, maður fær orkuna úr þeim mat inní leikinn. Daginn eftir leik er mikilvægt líka uppá recovery og að vöðvarnir fái það sem þeir þurfa. "Auðvitað er maður búinn að fá sér kók og pizzu og allt þetta", segir Gunnar. Það má ekki ofgera maður verður líka að lifa, bara að stilla í hóf.
Besta ráðið sem Gunnar Heiðar gat gefið okkur fyrir unga leikmenn í dag að það eru flestir teknískari heldur en þegar hann var, þeir náttúrulega æfa allan ársinshring við topp aðstæður hér á innanhús völlunum, ég var bara á malarvellinum í roki og rigningu. Honum finnst samt að ungum leikmönnum ættu að hugsa betur um sig, honum finnst það vera útaf þetta tölvudót er oðrið það stórt, bara að finna sér einhverja reglu eins og "Ég fer ekki í Fortnite eftir 12", búa sér til eitthvað svoleiðis system. Matarræði og svefn er mjög mikilvægt sérstaklega þegar maður er ungur, maður er að stækka, menn þurfa hvíldina og allt þetta. Þá verður maður að hugsa um allt þetta, "þú veist ég var algjör rækja hér í gamla daga", segir hann svo. Þegar hann var alltaf að að gera þetta þá fékk hann vaxtarkipp og varð allt í einu fljótar og sterkari en allir hinir útaf hann var búinn að hugsa vel um sig. Þetta spilar allt inní. Hann var bara heppinn með meiðsli og sveoleiðis þegar hann var yngri pg hann gat alltaf haldið áfram. Þetta helst bara allt í hendur þegar maður hugsar vel um sig þá losnar maður oftast við stóru meiðslin og svona.
Til að verða atvinnumaður í fótbolta krefst miklu miklu meira heldur en að vera geðveikur í fótbolta. Gunnar Heiðar hefur spilað með leikmönnum sem eru miklu betri en hann í fótbolta, en þeir ná engum árangri því topp stykkið var ekki í lagi. Hann segir hann að hefur farið frá því að vera King Kong bara lengst uppi, hann bara átti "pleisið" og farið líka í það að hann fékk ekkert að spila og var falinn lengst niðri í frystikistu en að vera með hausinn í lagi skiptir öllu honum finnst það vera alveg 50/50 jafnvel 70/30. Það eru fullt af leikmönnum á Íslandi sem voru á svipuðum aldri og Gunnar sem voru miklu betri en hann en hann var miklu miklu sterkari í hausnum en þeir, hann var ekkert að hlusta á einhverja vitleysinga eða að hella sér í einhverja vitleysu, hann var bara með hausinn skrúfaðann á og hann vildi alltaf meira og betra og var alltaf að vinna eftir því og hann fékk þetta tækifæri að verða atvinnumaður. Allir þeir sem eru búinir að vera lengur en kannski 10 ár í atvinnumennsku ættu allir að vera sammála um það að hausinn þarf að vera í lagi ef leikmaður ætlar að fara svona langt. Það geta allir komist í atvinnumennsku, það er ekkert mál en að verða 10 ár í atvinnumennsku, það er risa skref sko. Þannig að ef að hausinn er í lagi þá kemur allt með.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson(2018)