top of page

HEIMIR HALLGRÍMSSON

Við hringdum hinn eina sanna Heimi Hallgrímsson, núverandi þjálfara íslenska landsliðsins og fengum að spurja hann um ráð fyrir unga leikmenn, mataræðið og hvað honum finnst mikilvægast að leikmaður búi yfir til þess að verða atvinnumaður í fótbolta.

Fyrsta lagi er náttúrulega að leikmaður verður ekki góður nema að æfa og vera duglegri en hinir, æfa rétt, ekki mikið en æfa vel. Semsagt velja bestu æfingarnar. Ekki kannski að fara að æfa of mikið þá er kannski verið að gera of mikið af æfingum sem skipta ekki máli þannig að velja bestu æfingarnar og æfa vel, "held að það sé besta ráðið", segir hann. Hitt er líka að ef menn ætla að verða atvinnumenn þá verða menn að vita það að þetta er ekki eitthvað sem kemur 1, 2 og 3. Þetta kemur hægt og rólega og þeir sem komast lengst eru þeir sem hugsa lengst fram í tímann, þetta þarf ekki allt að gerast í dag, það er það sem skemmir fyrir flestum. Það er ekki það sem gerist í dag sem skiptir mali heldur frekar það sem gerist eftir 2 eða 3 ár. 

Matarræðið er mjög mikilvægt, ef þú ætlar að æfa vel. Þetta er eins og með bíl; þótt að það sé kannski ódýrast að pissa í bensíntankinn, þá skemmir þú bílinn á endanum. Þannig ef maður ætlar að verða atvinnumaður þá verður maður að haga sér eins og atvinnumaður og eitt af því að borða rétta fæðu á réttum tíma í réttu magni svo að líkaminn geti þroskast og verið betri. Það skiptir gríðalega máli með þroska líkamanns að við förum ekki í ofálag og að við erum alltaf með nógu mikla orku í líkamanum til að verða atvinnumenn.

Við spurðum Heimi hvað honum finnst mikilvægast að leikmaður búi yfir til þess að verða atvinnumaður. Honum finnst það vera mismunandi frá hvaða þjóð maður er frá. "Fyrir okkur Íslendingana er það hugafarið, það skiptir lang mestu máli", segir hann. Það eru allir að leita af hraða og tækni, sérstaklega erlendis en fyrir okkur er það hugafarið sem skiptir öllu máli. Að vita hvað þarf til, vita að það tekur smá tíma að verða það og halda alltaf áfram, það er ekki nóg að vera með hraða og tækni þegar krakkar eru 14, 15, 16 ára því þeir verða ekki atvinnumenn fyrr en þeir eru tvítugir eða eitthvað svoleiðis, það er þá sem allt skiptir máli, ekki það sem þú getur þegar þú ert 14, 15, 16 ára þannig að hafa rétt hugafar að vilja bæta sig, að nenna að leggja það á sig að gera það sem þarf að gera. Það í mínum huga er það sem skiptir öllu máli og það eru þess vegna þar sem margir í Íslenska landsliðinu eru atvinnumenn sem voru ekkert sértakir þegar þeir voru 16, 17, 18 ára heldur héldu þeir áfram að vera vinnusamir og halda áfram að gera það sem er rétt, á endanum skilar það alltaf árangri ég held að það að vilja fara og snemma út bara til að segja að þú sért atvinnumaður það skemmir fyrir ansi mörgum þannig ég held að hugafarið sé það sem skiptir öllu máli.

Heimir Hallgrímsson(2018)

bottom of page