top of page

hERMANN Hreiðarsson

Við hringdum í Hermann Hreiðarsson og spurðum hann nokkrar spurningar um hvað honum finnst að sé mikilvægt fyrir þá sem dreyma um að verða atvinnumenn í fótbolta og tímann hans sem atvinnumann í fótbolta.

Hann segir að það að verða atvinnumaður í fótbolta hafi verið draumur en ekki endilega það eina sem hann hugsaði um. Hann er með mikið keppnisskap og æfði og keppti í handbolta á veturna og var í handbolta langt frameftir. Honum finnst það hafa hjálpað honum í fótboltanum að hafa verið í handboltanum til að getað svalað þessum þorsta að vera alltaf að keppa. Honum finnst að það keppniskapið hafi fleytt honum lengst. "Við vorum ekki með sömu aðstæður og jafn öfluga þjálfara í yngri flokkum og kannski ekki með jafn góða grunnkennslu og er í dag.", segir Hemmi en þegar hann kom út fann hann að hann var aðeins eftir í nokkrum tæknilegum atriðum en þar sem hann var kominn í topp aðstæður og með frábæra þjálfara þá var hann fljótur að nýta sér það og gera allt þetta extra. Hemmi var 23 ára gamall þegar hann fór til Crystal Palace en hann var búinn að fara á æfingar hjá Aberdeen í Skotlandi og búinn að fá einhver tilboð þegar hann var 21-22 ára en hann var ekkert spenntur fyrir Aberdeen því hann stefndi aðeins hærra. 

Við spurðum hann hver munurinn er að spila erlendis og hér á landi. Undirbúningstímabilið á Íslandi er rúmlega hálft ár en í Englandi þar sem hann var er undirbúningstímabilið 6-7 vikur og á þeim tíma þarf maður að koma sér í gott stand og þar sem í hans umhverfi var atvinnumennska það voru allir atvinnumenn og það voru gerðar þær kröfur að menn höfðu þetta númer 1, 2 og 3 og þetta eru náttúrulega forréttindi, maður er á launum hjá klúbbnum og það er hægt að gera miklu meiri kröfur á leikmenn þar sem þetta er svona semi-pro á Íslandi svona yfirhöfuð þótt það séu alveg einhverjir yfirtímabilið alfarið bara í fótbolta þá eru menn yfireitt í annari vinnu eða í skóla með fótboltanum og það er smá öðruvísi. Stóri munurinn. 

 

Hemma finnst matarræðið hjálpa mikið til. Að borða hollann og góðann mat uppá orkuna og að vöðvarnir og heilinn og allt saman fái sitt en það er allt gott í hófi. Honum finnst samt að hugafarið hjá hverjum og einum er miklu stærra en matarræðið og fyrst og fremst það að hafa óbilandi trú á sjálfum, maður verður að trúa á sjálfan sig og reyna að aðlaga sig á aðstæðum og maður getur alltaf gert betur, ekki vera að benda í kringum sig hvað á að vera betra heldur hvað maður getur gert til að gera sjálfan sig betri og hafa alltaf trú á því að maður nær eins langt og maður vill, ef maður hugsar ekki um sjálfann sig og trúir ekki á sjálfann sig þá á maður engann séns, ef maður hefur alveg bullandi trúa á sér og vinnur í því sem maður haldi að maður þarf að vinna í fyrst og fremst að það komi frá sjálfum manni, það er ekki hægt að benda á einhvern annan eða þjálfara eða liðið eða eitthvað, maður verður að líta í spegilinn og getað sagt allaveganna: "Ég er búinn að gera allt og ég hef trú á mér". Það er fyrst og fremst, algjört lykilatriði.

Besta ráðið hans fyrir unga leikmenn sem dreyma um það að verða atvinnumenn í fótbolta er bara að reyna að verða jafn góður og Hemmi Hreiðars þá fariði langt, þá fariði alla leið. Hann endaði á því að segja: "Þá vitiði að ef þið viljið vera jafn góðir og Cristiano Ronaldo, Messi og Hemmi Hreiðars, þá geriði gert þetta."

Hermann Hreiðarsson(2018)

bottom of page