top of page

JONATHAN FRANKS

Við fórum í Týsheimilið og tókum viðtal við Jonathan Franks sem hefur spilað fyrir Middlesbrough í Englandi og hefur spilað einn leik í Ensku Úrvalsdeilidinni. 

Þegar hann var 8 eða 9 ára gamall þá ákvað hann að hann vildi verða atvinnumaður í fótbolta einn daginn. Hann vann hart að því og varð nokkrum sinnum heppinn á leiðinni. Hann studdi liðið sitt, Middlesbrough og var vanur að horfa á þá spila sem krakki og spilaði mikinn fótbolta með vinum sínum. Þegar krakkar eru 16 ára í Englandi er skólagöngu þeirra lokin og Jonathan fór fullt að æfa sig í fótbolta, allan daginn alla daga. Þegar hann var 19 ára þá spilaði hann fyrsta leikinn fyrir meistaraflokk Middlesbrough.

Hann hefur aðeins spilað einn leik fyrir ÍBV þannig það er mjög erfitt fyrir hann að dæma muninn á að spila hér á landi og í Englandi en hann fann um leið að fótboltinn hér er öðruvísi. Hann er viss um það að hann mun aðlagast því hvernig við spilum hérna en auðvitað er hann vanur því að spila fótbolta yfirhöfuð en það samt munur.

Mataræðið fyrir honum er mikilvægt. "Þegar þú ert yngri, til dæmis 16-19 ára þá fattar maður ekki að það er svona mikilvægt", segir hann. Þegar maður verður 25, 26 ára þá fatta menn hversu mikilvægt matarræðið er í rauninni, að borða rétt á réttum tíma er það sama með það að drekka áfengi, maður verður að velja réttann tíma til að drekka það.

Besta ráðið hans til ungra leikmanna er að vinna hart en mest að öllu hafa gaman af því, fótbolti er vinna en það er leikur í lok dags og ef þú ert ekki að hafa gaman þá er enginn tilgangur að spila fótbolta þannig þú verður að vinna hart og tileinka því. Þú verður að fórna ýmsu, eins og ef vinir þínir eru að fara út að drekka til 4 eða 5 um nótt þá verðuru bara að segja: "No, can't do tonight", þú verður að vera viljugur að fórna svoleiðis upp. Eins og stendur hér áður að það að vinna hart, tileinka sér því og hafa gaman af því, maður verður að gera það.

Jonathan Franks(2018)

bottom of page