MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR
Við fengum að senda nokkrar spurningar á hana Margréti Láru og senti okkur svörin til baka.
Þegar hún var ung vissi hún ekki einu sinni að stelpur gætu farið erlendis til að spila fótbolta. Kvennafótbolti var aldrei sýnilegur í sjónvarpi eða annarsstaðar. Þegar hún varð svona 12-13 ára þá fór hún að spá í því að hún gæti náð virkilega langt og þá var stefnan sett erlendis í framhaldinu. Henni finnst það vera mjög mikill munur á að spila erlendis. "Liðin sem ég hef spilað við eru án efa betri en þau sem ég hef spilað við hérna heima", segir hún. Það hefur gert hana að betri leikmanni að spila erlendis í 8 ár. Hún æfði og spilaði nánast upp alla yngri flokka með eldri leikmönnum og hún telur að það hafi styrkt hana mikið. Heimir Hallgrímsson tók hana mjög unga inn í meistaraflokk ÍBV einungis 13 ára þegar hún fékk mikla mótspyrnu sem gerði henni gott.
Það sem gerði hana í góða í fótbolta samkvæmt henni var fyrst og fremst dugnaður, agi og vinnusemi. Hún er búin að eyða ótrúlega mörgum klukkustundum við æfingar og lagt mikið á sig. Auk .ess hefur hún lagt mikið upp úr andlegur styrk og sjálfstrausti og unnið vel í þeim þáttum.
Við spurðum hana í mataræðið, er það mikilvægt? "Kláralega. Skiptir gríðarlega miklu máli að huga um að borða holla og góða fæðu", segir hún.
"Ef þú átt þér draum, þá getur þú látið hann rætast. Þetta er undir þér komið að leggja á þig þá vinnu sem til þarf. Hafðu trú á sjálfum þér og mundu að njóta og hafa gaman af þessu", segir hún um hvað besta ráðið sem hún ætti fyrir unga leikmenn. Agi, vinnusemi, dugnaður og andlegur styrkur. Þetta er það sem henni finnst mikilvægast að leikmenn búi yfir til þess að verða atvinnumenn í fótbolta. Íþróttamenn með þessa eiginleika komast ansi langt að hennar mati.
Margrét Lára Viðarsdóttir(2018)